Yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra

BA ritgerðin mín í lögfræði ber titilinn Yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra. Heimildir innanríkisráðherra gagnvart lögreglunni

Í ritgerðinni er fjallað um yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra gagnvart lægra settum stjórnvöldum. Fjallað er um á hvaða heimildum stjórnsýslusambönd byggja og hvaða reglur eiga við um samskipti milli ráðherra og undirstofnana. Því næst er stjórnsýslusambandi lögreglunnar og innanríkisráðherra lýst og hvaða yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir innanríkisráðherra hefur gagnvart lögreglunni. Fjallað er um álit UA 22. janúar 2015 (8122/2014) þar sem til umfjöllunar voru samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjóra á meðan rannsókn Lekamálsins stóð yfir.

PDF skjal af ritgerðinni má nálgast hér