Setjum umhverfismál á oddinn!

Síðastliðið sumar á Íslandi var óvenju gott og höfum við vissulega gott af því að fá sól og hita í kroppinn. Það er leiðinlegt að vera fúl á móti þegar lífið er gott, en það getur ekki talist eðlilegt að á eyju í norður í Atlantshafi fari hitinn í 28 stig. Það er erfitt að líta til þess að loftslagsbreytingar séu að hafa slæm áhrif á heiminn í heild sinni þegar nærumhverfi okkar hefur ekki enn fengið að kenna eins mikið á óeðlilegum veðurfyrirbrigðum og önnur lönd. Loftslagsbreytingar hafa enn sem komið er ekki haft finnanleg áhrif á lífsviðurværi okkar Íslendinga. Þó að við viðrumst oft gleyma því þá eru hitabreytingar farnar að hafa áhrif á náttúru Íslands. Jöklar eru byrjaðir að hopa, hlýnun sjávar hefur haft áhrif á göngur fiska og sjáum við fram á breytingar í fuglalífi. (http://www.vedur.is/loftslag/loftslagsbreytingar/liklegar/).

Áhrif loftslagsbreytinga eru farnar að hafa gríðarlega hættuleg áhrif víðsvegar á hnettinum. Mannskæðir fellibyljir hafa riðið yfir karabíska hafið og Bandaríkin undanfarnar vikur, hvar fjölmargir hafa látist eða þurftu að yfirgefa heimili sín. Á sama tíma voru mestu flóð í Asíu í áratugi þar sem um 1000 manns létu lífið. Mikinn flóttamannastraum til Evrópu má einnig rekja að einhverju leyti til mikilla þurrka sem stefna lífsviðurværi fólks í hættu. (http://ruv.is/frett/loftslagsbreytingar-auka-likur-a-ofridi)

Íslensk stjórnvöld ættu að vera fremst í flokki varðandi umhverfisvernd með það fyrir augum að draga úr hlýnun jarðar. Því miður hefur stefna stjórnvalda ekki verið íí þáá átt að efla nýsköpun og umhverfisvænan iðnað. Þess í stað lúffum við fyrir mengandi stóriðjufyrirtækjum og berum fyrir okkur að við séum að bjarga landsbyggðinni. Mér sýnist fullreynt að nýta mengandi stóriðju til að bjarga smærri bæjarfélögum. Ég get ekki séð að ávinningurinn sé nógu mikill til að réttlæta að við spúum eiturefnum í andrúmsloftið og reisum forljótar verksmiðjur hér og þar. Auk þess eru gerðir svo óhagstæðir samningar við þessi fyrirtæki að ágóðinn er lítill sem enginn. Þetta er algjör vanvirðing við bæði land og þjóð. United Silicon er nýjasta dæmið, þar sem gerðir eru samningar á harðahlaupum til þess að efna léleg kosningaloforð, en þau eru orðin mýmörg.

Náttúrunni á Íslandi og í heiminum hefur ekki verið sýnd sú virðing sem hún á skilið og er því nauðsynlegt að samþykkja nýja stjórnarskrá þar sem heilt ákvæði gerir ráð fyrir vernd náttúrunnar. Í ákvæðinu segir meðal annars að „Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur.“

Ég kalla því eftir að næsta ríkisstjórn myndi sér langtímastefnu um náttúruvernd með framtíð Íslands og heimsins alls í huga og hætti að líta á umhverfisvernd sem skiptimynt í kjördæmapoti sem enginn græðir á til lengri tíma litið. Það þarf einhver að gerast talsmaður umhverfisins. 

 

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s