Pínu væmni við lok prófkjörs

Má ég ekki vera pínu væmin síðasta daginn í prófkjöri? Mér líður allavega eins og að jólin séu að koma kl. 18 í dag og ég hlakka mikið til að sjá hvað kemur upp úr “kjörkössunum.”

Hjá mér hófst þetta ferðalag fyrir um einu og hálfu ári síðan. Eins og svo margir aðrir, var ég komin með nóg af Íslandi og hugði á landflótta. Ég ákvað þó að snúa vörn í sókn og gekk í Pírata. Þar var tekið vel á móti mér og endaði ég sem aðalamaður í framkvæmdaráði á aðalfundi 2015. Þar gegndi ég fyrst stöðu ritara og svo stöðu formanns. Ég lærði fullt af því að vera í framkvæmdaráði. Ég lærði hvað hópavinna getur verið frábær og að stundum þarf maður að hlusta á fólk þó að maður sé pirrað út í það. Það mikilvægasta sem ég lærði er þó að það er betra að eyða orku sinni í að finna lausnir á vandamálum í staðinn fyrir að nöldra yfir þeim. Auk þess er ég búin að kynnast mikið af frábæru fólki, sem ég hlakka til að vinna með í komandi kosningabaráttu og vonandi á Alþingi ef ég verð heppin.

En afhverju langar mig að fara á þing? Ég veit að þetta er mjög erfitt starf; langir vinnutímar, lestur gagna og fundarsetur. Í fyrsta lagi held ég að þetta verði ekkert mál ef maður er með gott fólk í kringum sig. Í öðru lagi, ef það er eitthvað sem ég hef lært af skólagöngu minni þá er það að sitja lengi og lesa mikið. Það sem drífur mig þó áfram er vilji til þess að breyta einhverju. Einkahagsmunir hafa trompað almannahagsmuni í alltof mörg ár á Íslandi. Það er kominn tími á að hagur almennings sé settur í forgang og að við förum í sameiginlegt átak í að losa okkur við meðvirkni gagnvart auðmönnum. Peningar eiga ekki að stjórna lýðræðinu, heldur fólkið í landinu. Ég átta mig á þeirri von sem er tengd við Pírata, að við munum knýja fram breytingar í íslensku samfélagi. Og ég vona innilega að við getum staðið undir þessum væntingum. Ég mun allavega gefa allt mitt í það verkefni.

Mér finnst þessi hugsun endurspeglast í prófkjöri Pírata. Það eru ekki fyrirtæki sem standa á bakvið frambjóðendur með peningastyrkjum. Við erum öll að gera þetta á eigin tíma og mörg hver með vinnu. Það er enginn á launum frá flokknum við að kynna sig. Þeir sem eru í prófkjöri eru að gera það á eigin forsendum og nýta eigið hugarafl í að koma sér á framfæri.

Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem komu að prófkjörinu. Svona batterí verður ekki að raunveruleika í einhverju tómarúmi. Margir eru búnir að vinna lengi að því að gera þetta vel; kynningar á frambjóðendum, láta kosningakerfið virka sem skildi, skipulag á kynningarfundum og svo mætti lengi telja.

Ég vil því þakka Bjarna forritara, Bylgju framkvæmdastjóra, Jóhanni kosningastjóra, framkvæmdaráði (bæði mínu framkvæmdaráði og það sem starfar nú), stjórn Pírata í Reykjavík, gengið á bakvið stefnumot.piratar.is og örugglega einhverjir fleiri. Takk fyrir! Með svona lið á bakvið sig er ekkert mál að rúlla upp eins og einni kosningabaráttu. Vonandi fæ ég tækifæri til að vinna áfram með ykkur.

Að lokum vil ég minna á að hægt er að kjósa í prófkjöri Pírata á x.piratar.is til klukkan 18 í dag.

Yarrrrr!!!!!

 

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s