Gleðilega hátíð!

Gleðilega hátíð kæru vinir!

Einstaklingur fæðist með ákveðin einkenni sem hann ræður engu um. Útlit, kyn og kynhneigð. Þetta eru þættir sem einstaklingurinn hefur enga stjórn á. Þess vegna hefur mér alltaf fundist undarlegt þegar fólk er sett út á jaðarinn og fær ekki að vera virkir samfélagsþegnar vegna meðfæddra einkenna sinna. Það er líka merkilegt að við sem samfélag höfum búið okkur til ákveðna skala til þess að meta einstaklinga út frá. Þannig myndast fordómar vegna meðfæddra eiginleika einstaklinga út frá hugmyndum sem myndast í samfélaginu.

Hvernig myndast þessir skalar? Jú, við fólkið sem búum í samfélagi búum þá til. Um leið og það er ákveðið að einhver tiltekinn meðfæddur eiginleiki er rangur, þá fer samfélagið smátt og smátt að trúa því. Hver ákvað til dæmis að konur væru réttlægri samfélagsþegnar en karlar og að útlit þeirra skipti meira máli en karlmanna?

Við getum ekki stjórnað meðfæddum eiginleikum. Við getum hins vegar haft mikil áhrif á samfélagsleg viðhorf. Við getum metið einstaklinga út frá því hvernig þeir haga sér. Að stimpla einstakling út frá eiginleikum sem hann hefur enga stjórn á er heimskulegt.

Hættum að líta svona mikið á kyn og kynhneigð þegar við metum samferðafólk okkar. Það kemur okkur ekkert við hjá hverjum fólk sefur, býr með eða elskar. Einnig kemur það okkur ekkert við hvar á kyn eða kynhneigðarrófinu annað fólk upplifir sig. Ef báðir eða allir einstaklingar eru samþykkir, þá er ekkert vandamál til staðar og við höfum ekkert með það að gera að skipta okkur af því.

Ég tel að ef við leyfum einstaklingum að vera eins og þeir vilja þá verði samfélagið betra. Reykjavík Pride er mikilvægur viðburður til þess að breyta þessum samfélagslegu viðmiðum. Þess vegna vona ég að sem flestir taki þátt, eigi umræður um málefnið og að við fáum öll tækifæri til þess að vera við sjálf.

 

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s