Að túlka vilja þjóðar

Afhverju flykktist þjóðin á Austurvöll í apríl 2016? Það virðast ekki allir vera sammála um það.

Ólafur Ragnar Grímsson túlkaði það sem svo að það væri óvissa í samfélaginu og að hann þyrfti að bjóða sig aftur fram.

Sjálfstæðisflokkurinn túlkaði það sem svo að þjóðin treysti ríkisstjórninni til þess að fara með völd í nokkra mánuði í viðbót. Í stað kosninga í maí yrðu þær í október.

Eftir því sem ég man best fannst þáverandi forsætisráðherra þetta bara vera svolítið skemmtilegt. Þjóðin bara með einhverja stæla og óþarfi að taka mark á fólkinu.

Það er svolítið merkilegt að svona margar ólíkar túlkanir hafi sprottið upp af atburði sem var svo einfaldur. Eins og ég man þetta, þá litu Panamaskjölin dagsins ljós. Í þeim voru upplýsingar um íslenska einstaklinga sem höfðu skotið eignum undan í skattaskjól. Skattaskjól felur í sér að aðili borgar ekki skatta né gjöld af eignum sínum. Grunnurinn í því að halda uppi samfélagi, er að það gefa allir af tekjum sínum í sameiginlega sjóði. Það er heldur bagalegt ef einstaklingar, sem eiga að sjá um að reka íslenskt samfélag, finni leiðir til þess að borga ekki til þess.

Ástæðan fyrir mótmælunum á Austurvelli var því ósköp einföld. Við treystum ekki ráðamönnum þjóðarinnar til að fara með málefni okkar lengur. Við vildum að hlutaðeigandi aðilar tækju ábyrgð. Engin tók neina ábyrgð, frekar en fyrri daginn. Til að friðþægja okkur var kosningum lofað í október. Fyrirvarinn var að málefni ríkisstjórnarinnar hlytu brautgengi. Þetta myndi ég kalla hótun. Við eigum að vera þæg á meðan heilbrigðiskerfið er einkavætt, bætur lækkaðar, auðlindir settar í hendurnar á vinum, háskólinn fjársveltur, jafnræði til náms skert og hælisleitendum vísað úr landi.

Það sem toppar þetta allt saman er svo að Sigmundur Davíð kemur úr fríi og segir að það sé vitleysa að hafa kosningar í haust og að hann hafi verið leiddur í gildru. Nennum við þessu í alvörunni? Ég er allavega orðin þreytt á þessari endalausu óvirðingu í garð þjóðarinnar.

Getum við hætt að reyna að túlka hvað þjóðin vildi í apríl og taka bara mark á henni? Við erum búin að vera þæg. Komið nú bara með þessa dagsetningu.

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s