Mannanafnanefnd

Þegar afi minn flutti til Íslands fékk hann nafnið Jón Ivonsson. Hann heitir samt Emanuel Cilia. Þetta var gert lengi vel við þá sem fluttu til landsins. Þó að nafn sé bara nafn, þá er það samt mikilvægur hluti af því hvernig við upplifum okkur sjálf. Hvernig liði þér ef þú myndir flytja til annars lands og þér yrði úthlutað nýju nafni? Ég ímynda mér að það sé lítillækkandi.

Þetta fyrirkomulag ýtir einnig undir ákveðna stéttaskiptingu. Fyrir stuttu gaf formaður Mannanafnanefndar það út, að ef lögunum yrði breytt þá myndi eftirnafnahefð Íslendinga, að nota -son og -dóttir, deyja hratt út. Formaðurinn ber eftirnafnið Kvaran. Ætli hún hafi ekki verið að beina þessu til fólks, eins og mín, sem ber suður-evrópskt ættarnafn. Það virðist vera í lagi að bera ættarnafn sem ættað er frá Danmörku eða úr einhverjum íslenskum dal. Á hina skal klína -son eða -dóttir.

Þegar ég hef verið að sækja um vinnur hef ég íhugað að breyta nafninu mínu á ferilskránni, og setja inn Thors, Scheving, Schram eða Thoroddsen í stað Cilia. Ég hef aldrei látið verða af því, því ég neita að trúa að þetta breyti einhverju. Ég er hins vegar ekki sannfærð.

Stundum heyri ég (að mér finnst) skrítin nöfn, og ég hugsa: “Vá, en skrítið.” En svo held ég bara áfram að lifa lífinu. Alveg eins og þegar ég sé manneskju og hugsa: “Er þetta stelpa eða strákur.” Þá man ég að það kemur mér bara ekki neitt við, og held áfram með daginn minn.

Ef ég rækist hins vegar á barn sem héti mjög lítillækkandi nafni, eins og Kúkur, þá myndi ég eflaust láta Barnaverndarstofu vita.

Þó að hefðir og venjur séu alltaf skemmtilegar, þá er Mannanafnanefnd barns síns tíma. Þetta lýsir úreltu hugarfari og ýtir undir elítisma. Ef við verðum svona sjokkeruð að hitta einhvern sem heitir erlendu nafni eða kynlausu, þá ættum við kannski að líta í eigin barm í staðinn fyrir að ætlast til þess að einhver nefnd passi upp á tilfinningar okkar. Enda snýst þetta um réttindi einstaklinga.

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s