Olla í framboði! (framboðsyfirlýsing)

Ég býð mig hér með fram í prófkjöri Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum. Ég sækist eftir 1.-3. sæti í öðru hvoru kjördæminu.

Ég er 30 ára, menntaður bókmenntafræðingur og nýkomin með BA gráðu í lögfræði. Samfélagsmál hafa brunnið á mér frá unga aldri, 10 ára gömul hringdi ég í Þjóðarsálina til að kvarta yfir lélegu barnaefni. Ég átti erfitt með að finna farveg fyrir hugsjónir mínar, enda hefur mér alltaf fundist skrítin pæling að þurfa að velja annað hvort vinstri eða hægri. Eftir að hafa séð Helga Hrafn rétta upp hönd til þess að fá orðið í Kastljósþætti, fann ég að Píratar væri rétti flokkurinn fyrir mig og ákvað að koma mér inn í starfið. Ég kíkti á stofnfund Málfundafélags Pírata og var strax komin í stjórn. Í september 2015 ákvað ég svo að bjóða mig fram í framkvæmdaráð Pírata og hlaut kosningu sem aðalmaður og var skipaður ritari. Svo varð ég formaður ráðsins í mars. Við skiluðum af okkur góðu verki nú í júní, þar sem meðal annars var gengið frá ráðningu starfsfólks og eflingu innra starfsins.

Ég er hlynnt forræðishyggju á einhverjum sviðum, þó að ég telji að einstaklingurinn eigi að fá að gera það sem hann vill, svo lengi sem hann gerir ekki á hlut annarra. Ég er hlynnt einkavæðingu á tilteknum sviðum, en tel að ríkið eigi alltaf að tryggja jafnan aðgang að grunnstoðum velferðarkerfisins. Ég lít ekki á það sem skoðanaleysi, heldur frekar vilja til þess að líta á mál frá öllum hliðum áður en tekin er ákvörðun um útfærsluatriði. Ég tel þó allra mikilvægast að tryggja upplýsta umræðu og lýðræðisleg vinnubrögð í stjórnsýslunni. Síðustu viku hef ég mikið velt því fyrir mér hvaða mál ég myndi vilja leggja aðaláherslu á, ef ég kæmist inn á þing. Ég átti erfitt með að afmarka mig, því að mér finnst allir málaflokkar nátengdir. Það sem ég hef þó mestan áhuga á eru umhverfirmál og bæta stöðu ungra barnafjölskyldna. Ég tel þó í grunninn að mikið af vandamálum sem koma upp megi leysa með því að gera stjórnsýsluna skilvirkari og gegnsæjari.

Það sem heillaði mig við hugmyndafræði Pírata er að einstaklingurinn er í forgrunni og honum er treyst til þess að taka upplýstar ákvarðanir. Ég er orðin mjög þreytt á Morfísumræðunni sem á sér stað á Íslandi um öll málefni. Að þurfa að velja sér “lið” og vera annað hvort með eða á móti. Það væri algjör snilld ef þessi orðræðuhefð myndi breytast. Ég tel að það sé hægt með gegnsæji í stjórnsýslunni og að hinn almenni borgari fái tækifæri til að fá upplýsingar um mál, á öllum stigum máls. Alltof oft hefur það gerst að það er í “umræðunni” að byggja til dæmis verksmiðju. Nokkrum vikum síðar er ríkisstjórnin svo búin að binda hendur þjóðarinnar með einhverjum samning sem er ómögulegt að endurskoða. Hvað er málið með það?

Lýðræði á að virka þannig að lýðurinn ræður. En það gengur bara upp ef “lýðurinn” hefur aðgang að bestu mögulegu upplýsingum, beitir gagnrýnni hugsun og tekur ábyrgð á ákvörðunum sínum. Það er skrítið að láta 63 aðila (eða meirihluta af þeim) taka ákvarðanir fyrir heila þjóð. Væri það ekki hentugra fyrir samfélagið ef að komist væri að sameiginlegri niðurstöðu í stóru málunum? Ég held það allavega.

Ég tel að Píratar séu það afl sem muni breyta stjórnmálavenjum á Íslandi. Þess vegna er ég Pírati og vona að ég geti orðið að liði í komandi kosningabaráttu. Fylgist endilega með á like-síðunni og á olgacilia.is, þar sem ég mun deila með ykkur mínum pælingum og hugnaðarefnum. 

Yarr!!!!

 

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s