Takk Helgi!

Ég var hætt að fylgjast með því sem gerðist inni á þingi. Ég forðaðist að horfa á Kastljósið og aðra fréttaþætti. Umræðuhefðin eftir hrunið var leiðinleg og mér fannst enginn vera að axla ábyrgð á neinu. Það var ríkisstjórnin fyrir hrun að kenna að hrunið hefði orðið, ríkisstjórnin eftir það klúðraði öllu og núverandi ríkisstjórn var víst að “vinda ofan af vitleysu” síðustu ríkisstjórnar.

Í mars 2015 var Ísland allt í einu ekki lengur í viðræðum um aðild aða ESB. Gunnar Bragi hafði skrifað bréf sem enginn í Brussel vildi kannast við. Þarna tóku nokkrir aðilar sér það vald í hendur að ákvarða framtíð Íslands. Ljóst var að þetta var ákvörðun sem hefði átt að leggja fyrir þingið og í kjölfarið fyrir þjóðina. Stjórnarliðar virtust ekki skilja grundvallarhugmyndina á bakvið lýðræði. Í þeirra augum var nóg að fá “næstum því” meirihluta kosningu í Alþingiskosningum og að það gæfi þeim einhvers konar vald til þess að taka ákvarðanir fyrir heila þjóð.

En eitt gott kom þó út úr þessu öllu saman (fyrir mig allavega). Eitt kvöldið var Kastljós þáttur í sjónvarpinu þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson var meðal gesta. Þar voru fjórir aðilar mættir. Umræðan snerist að mestu leyti um hvort við ættum að vera í ESB eða ekki. Allir kepptust við að koma sínum skoðunum að og lítil samræða var í gangi. Helgi Hrafn sat þarna og beið eftir því að fá orðið. Ég man vel að hann rétti upp hönd til þess að biðja um orðið frá þáttastjórnanda. Hann reyndi að útskýra á yfirvegaðan hátt afhverju þetta væri ekki lýðræðislegt og hvernig hefði betur mátt standa að þessu. Hann var ekki að reyna að troða skoðunum upp á neinn. Hann var einungis að útskýra hvernig það hefði mátt fara að þessu á lýðræðislegan hátt. Það væri ekki nokkurra að taka þessa ákvörðun, þetta væri stór ákvörðun sem þyrfti að ræða og fara með í gegnum tiltekna ferla.

Eftir þessa framkomu Helga í Kastljósi ákvað ég loksins að ganga til liðs við Pírata. Ég sá loksins út á hvað hugmyndafræði Pírata gekk út á. Upplýsta umræðu og gagnrýna hugsun.

Helgi Hrafn hefur nú ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri Pírata. Fyrst varð ég leið þegar ég heyrði fréttirna. Svo áttaði ég mig á því að það verður frábært að fá hann inn í grasrótarstarf Pírata. Það er nefnilega þannig að hlutirnir gerast ekki endilega inn á Alþingi. Stjórnmálaflokkar eiga að vera lifandi eining sem veitir þjóðinni tækifæri á að vera í góðum samskiptum við þá sem sitja á þingi.

Ég þakka Helga Hrafni fyrir vel unnin störf, og fyrir að hafa verið svona kurteis og málefnalegur í Kastljósþættinum hér um árið. Það ýtti mér af stað í að taka þátt í starfi Pírata, sem hefur verið mér mjög lærdómsríkt.

Yarrr!

 

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s