Hinn ómissandi forseti vor

Vald forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá Íslands er ekki mikið. Flestar gjörðir hans eru tengdar því að forsætisráðherra þurfi atbeina forseta til þess að til dæmis samþykkja þingrof. Í 26. gr stjórnarskrárinnar segir að ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp skal það lagt fyrir forseta Íslands til staðfestingar. Hann getur synjað því að skrifa undir þessi lög. Í tíð Ólafs Ragnars hefur sú venja skapast að ef hann fær nógu margar undirskriftir sendar heim til sín þá íhugar hann að neita að skrifa undir lög og senda þau í atkvæðagreiðslu. Gott og blessað. Hins vegar er það hvergi skilgreint hversu margar undirskriftir þetta eiga að vera eða hvernig framkvæmdin eigi yfirhöfuð að vera. Ólafur hefur því tekið sér það leyfi að túlka sjálfur hvenær hann telur „gjá milli þings og þjóðar“ vera til staðar. Og telur okkur trú um að hann sé eini aðilinn sem er fær til þess að meta þetta.

Það eru ýmsar greinar í stjórnarskránni um forseta Íslands sem eru óljósar. Þó segir í 11. gr stjórnarskrárinnar að forseti er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum öllum. Í 14. gr stjórnarskrárinnar segir svo að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Eðlilegast væri því að líta svo á að forseti er í raun valdlaus. Hann skrifar vissulega undir skjöl og ákveður hver fær stjórnarmyndunarvald, en þetta er ekki óheft vald sem hann á að nota að vild og er alltaf tengt því að ráðherra leggi eitthvað fyrir hann.

Ólafur Ragnar hefur upp á sitt einsdæmi tekið það verkefni að sér að túlka valdsvið forseta. Það er vissulega ekkert sem bannar það að forsetinn beiti sér, en það er mjög varhugavert að það sé ekki skilgreint neins staðar. Nú er sú staða komin upp að Ólafur hefur haft 20 ár til að móta embættið. Hann hefur því það í hendi sér að gefa í skyn að hann sé sá eini sem skilji forsetaembættið nægilega vel til að geta gegnt því. Hann telur fólki trú um að ef einhver annar myndi sitjast í stól hans þá myndi sá aðili ekki skilja þessa stjórnskipun. Auðvitað er mjög erfitt fyrir nýjan aðila að skilja stjórnskipan sem enginn hefur komið að því að móta nema einn maður.

Fyrst að Ólafur hefur lagt svona mikið á sig að túlka valdsvið forsetans, væri honum þá ekki í lófa lagið að túlka hvað er eðlilegt fyrir forseta að sitja lengi. Í öðrum lýðræðisríkjum eru tímamörk á hvað forseti má sitja lengi. Meira að segja í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að forseti megi bara sitja í tvö kjörtímabil. Þegar þjóðin þekkir ekki neitt annað en einn forseta sem telur okkur reglulega trú um að hann sé ómissandi þá spyr ég sjálfa mig: „Is this democracy in Iceland?“

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s