Tár á hvarmi

Jæja. Um það bil tveir sólarhringir liðnir frá Kastljósþættinum um aflandsfélögin og mér líður eins og ég búi í sirkus eða martröð. Ég á erfitt með að ákveða mig. Ég vaknaði fyrir allar aldir á mánudeginum og var að „refresha“ fjölmiðla landsins (samt bara ruv.is) allan daginn og beið fregna af afsögn Sigmundar. Ég sá hann fyrir mér, með tár á hvarmi að biðjast afsökunar á þessu öllu saman og biðja þjóðarinnar afsökunar á hrokanum sem hann hefur sýnt síðustu daga. Hann væri jú bara mannlegur. ÞAÐ hefði verið frábært og kannski gefið Sigmundi færi á að hætta með einhverri vott af reisn.

Þingfundur hefst kl. 15. Sigmundur er mættur og lítur út eins og óþægur skólakrakki þar sem hann þarf að hafa sig allan við að sitja kjurr og fara ekki að skellihlæja. Hann teiknar myndir af Tortóla eða brennandi Íslandi (fólk er ekki sammála hvað myndirnar sýndu). Á meðan er Bjarni Ben fastur á flugvelli í Flórída og reynir eftir mesta mætti að redda sér heim til Íslands (eða var hann bara að golfa). Gegn og skynsamur maður hefði auðvitað verið kominn heim fyrir löngu síðan til þess að takast á við þetta, en leyfum honum að njóta vafans.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar koma einn af öðrum í pontu og segja álit sitt á málinu. Þetta er álitshnekkur fyrir Íslands, hrokafullt gagnvart þjóðinni og kominn tími til að blessaður forsætisráðherra segi af sér. Enn þá bíð ég spennt eftir því að hann komi í pontu með tár á hvarmi og segi af sér. En nei. Hann kemur í pontu og segir að þetta sé misskilingur, hann hafi aldrei átt peninga í skattaskjóli. Hann baðst vissulega afsökunar á því að hafa rokið út úr viðtali við sænskan fréttamann en að öðru leyti er þetta ekki vandamál. Þarna var ég alveg: WHAT?!? ER ÞETTA EITTHVAÐ GRÍN?!?! Þvílík vonbrigði eftir að hafa hangið á öllum hugsanlegum samfélagsmiðlum allan daginn og ekki náð að lesa neitt í refsirétti. En allt í lagi, á morgun, á morgun sér hann að sér.

Þriðjudagur. Ég fer beint í símann og leita að fréttum þess efnis að Sigmundur hafi sagt af sér. Ekkert. Fréttir um að forsetinn sé að koma heim. (ó fokk, hugsa ég, ætlar hann að bjóða sig aftur fram?). Forsætisráðherrann fer á fund forseta. Nú segir hann af sér, hugsa ég. Refsirétturinn fær að bíða á meðan ég horfi spennt á Ólaf koma einhverri langloku út úr sér um þjóðina og þingið og svo framvegis. Business as usual. Eftir nokkrar mínútur átta ég mig á því að Sigmundur er ekki enn þá búinn að segja af sér. Hann rýkur út í bíl eftir fundinn með forseta og segir fréttamönnum að skoða facebook síðuna sína. Hann vill ekki neina leynigesti í dag. Þeir hljóta að rjúfa þing fyrir kvöldmat, hugsa ég þá.

Ég bíð og bíð. Þá loksins, Sigmundur segir af sér. Þvílíkt anticlimax! Sigurðu Ingi á að vera nýr forsætisráðherra. Hann skilur ekki ensku! Ég reyni samt að púsla þessu saman í hausnum á mér, að allavega sé Sigmundur hættur og það á eftir að samþykkja Sigurð Inga sem forsætisráðherra. Ekki er öll von úti. Ég er farin að anda rólega. En nei, nokkrum tímum síðar kemur önnur tilkynning. Sigmundur er ekki hættur, heldur bara búinn að stíga niður af stóli forsætisráðherra í óákveðinn tíma.

Á þessum tímapunkti er mér farið að líða eins og Sigmundur Davíð sé að gera grín af mér. Og að hann vilji að ég nái ekki prófunum mínum í maí. Ég verð reið. Ég verð pirruð. Ég fer að hlæja. Ef markmið hans er að rugla okkur í ríminu, gera okkur óörugg með stöðu Íslands og sýna hversu hrokafullur hann getur í raun verið, þá er hann að ná markmiði sínu.

Ég skil í alvörunni ekki hvað er að gerast. Ég er búin að reyna að ná utan um þetta. Afhverju er hann að gera þetta svona? Hvað fær hann út úr þessu? Skilur hann ekki hver krafan er? Finnst honum gaman að sjá andlitið á sér í öllum erlendu fréttamiðlunum? Er planið bara að sitja storminn af sér og lofa svo 100% lánum fyrir næstu kosningar og ná aftur upp í 20% fylgið?

Gerðu þjóðinni þann greiða að koma hreint fram svo að við getum farið að einbeita okkur að dagsverkum okkar. Það er alveg kósí að sitja saman fyrir framan sjónvarpið og fylgjast með framvindu mála. En ég þarf að ná prófunum mínum!

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s