Stjórnarskrármálið

Endurnýjun stjórnarskrárinnar er löngu orðin tímabær, það er allavega eitt sem Píratar geta sameinast um. Það hefur ekki farið framhjá neinum að fyrir liggja tillögur nefndar um breytingar á tilteknum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Sem er í sjálfu sér undur og stórmerki. Hins vegar liggur fyrir ný stjórnarskrá sem aðrir aðilar vilja að verði samþykkt í heild sinni. Sem er einnig stórmerkilegt.

Umræðan er farin að snúast um að annað hvort samþykkjum við það sem nefndin leggur til eða höfnum því algerlega og krefjumst því að ný stjórnarskrá verði tekin í gagnið. Ég skil bæði sjónarmið ágætlega. Það fyrra snýr að því að sýna fram á samstarfsvilja og von um að verkefnið muni halda áfram á næstu árum. Seinna sjónarmiðið er meira prinsippmál enda hefur mikil vinna verið lögð í nýju stjórnarskránna.

Mikil áhersla hefur verið lögð á það að taka nýtt auðlindaákvæði óbreytt upp. Það er skiljanlegt, enda er orðið frekar þreytandi að fyrirtæki séu að græða meira á sameiginlegum auðlindum okkar en ekki þjóðin. Stjórnarskráin stendur þó ekki sjálfstæð heldur hefur hún alltaf verið túlkuð af dómstólum. Þannig hafa til dæmis gengið dómar sem staðfesta að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er í samræmi við stjórnarskrá og eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar hefur verið túlkað eigendum fiskveiðifyrirtækja í hag.

Því langar mig að velta einu upp. Er eitthvað sem kemur í veg fyrir það að ný stjórnarskrá verði túlkuð þessum sömu hagsmunaaðilum í hag? Eru komnir upp þeir varnaglar í íslenska stjórnskipan sem myndu tryggja það að stjórnarskráin myndi vera túlkuð íslenskum almenningi í hag?

Það væri allavega frekar pirrandi að fá nýja stjórnarskrá í gagnið en ekkert kerfi í kringum hana sem tryggir almannahagsmuni.

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s