Forseti vor

Þau stórtíðindi bárust á nýársdag að forseti vor mun ekki gefa kost á sér í næstu forsetakosningum. Það er í rauninni mjög merkilegt að forsetinn geti bara ákveðið sjálfur hversu lengi hann ætlar sér að sitja í forsetastól. 20 ár eru alveg frekar langur tími. Einnig er það áhugavert að hann hefur sjálfur skapað sér ímynd sem ómissandi leiðtogi þjóðarinnar. Engin lög eru til um embættið og það vald sem honum er gefið í stjórnarskránni eru leifar frá því þegar Ísland var undir danskri konungsstjórn. Þó að það virðist sem forsetinn hafi mikil völd samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar, þá er framkvæmdarvaldið í raun tekið strax af honum í 13. greininni.

Ólafur Ragnar skapaði sér sérstöðu meðal þeirra sem setið hafa á forsetastól með því að beita hinu svo kallaða synjunarvaldi forseta, sem fjallað er um í 26. gr. stjórnarskrárinnar. Fyrir síðustu kosningar var það mikið baráttumál fyrir tiltekna hópa að fá Ólaf aftur í forsetastólinn því að vonin var að hann myndi synja tilteknu lagafrumvarpi um veiðigjöld. Með því var framboð Ólafs gert pólitískt en aftur á móti var framboð Þóru Arnórsdóttur það ekki.

Það er svo sem ekkert óeðlilegt að forsetaembætti séu pólitísk. Okkur nægir að líta til Bandaríkjanna og Frakklands, þar sem forsetar hafa tiltekin völd og eru einhvers konar jafnvægi á móti þinginu. En ef við lítum til Danmerkur, þaðan sem stjórnskipan okkar er komin, þá er þar enginn forseti heldur ópólitísk konungsfjölskylda sem skiptir sér ekki að því sem er að gerast á þinginu en er hins vegar með margra áratuga þjálfun í að taka á móti öðrum þjóðhöfðingjum.

Það er endalaust hægt að rökræða um hver staða forseta átti að verða þegar Ísland varð lýðveldi en þó er ljóst að það stóð alltaf til að afmarka hlutverk forseta betur. Þó svo að það megi agnúast út í Ólaf fyrir að hafa verið alltof lengi á Bessastöðum þá er á sama tíma aðdáunarvert hvernig hann hefur nýtt sér gloppur í stjórnarskránni.

Það sem við getum lært af þessari löngu valdatíð er að það þarf að skilgreina völd forseta betur. Hvort sem ákveðið verður að embættið eigi að vera pólitísk eða einfaldlega að forsetinn eigi að sinna veisluhöldum fyrir þjóðhöfðingja þá er mjög mikilvægt að það sé afmarkað nægilega vel. Við vitum ekkert hvað næsta forseta gæti dottið í hug að gera.

Published by

OlgaCilia

Bókmenntafræðingur og lögfræðinemi. Sit í framkvæmdaráði Pírata. Hér má lesa hugleiðingar mínar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s